Aðeins um stjórnmálaskoðanir mínar .. á flokkurinn minn viðreisnar von?

Þessi grein er upprunalega á þessum þræði Bjarna Harðarsonar þingmanns .. sem svar mitt við öðrum athugasemdum þar.

http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/688391/#comment1855422

Sjálfur er ég framsóknarmaður, en það var ekki út á gæja eins og Halldór eða Finn eða Björn Inga sem ég gekk í flokkinn. Ég hreifst af hugsjónum flokksins á níunda áratugnum þegar Steingrímur Hermanns leiddi hann. Hann kunni að viðurkenna mistök og þessi auðmýkt hans gerði hann ástsælan þjóðarleiðtoga. Man einhver eftir betri forsætisráðherra síðan 1980 og þar til nú?

Rétt áður en Halldór sagði af sér þá var ég búinn að fá upp í kok og farinn að íhuga það alvarlega að kjósa eitthvað annað en framsókn. En þá kom Jón Sig. fram - og það var leiðtogi sem var hægt að dást að. Hann var bara allt of stutt - ég vil að við fáum hann aftur í framboð, enda sárvantar flokkinn góða og öfluga forystu í Reykjavík.

Ég kalla líka eftir því að flokkurinn endurskilgreini sig enda nýtur hann ekki trausts fjöldans eftir að Halldór &co lögðu hann í rúst. Okkur er ekki nóg að vísa til þess að þetta var einu sinni góður flokkur. Við þurfum að gera Framsókn að góðum flokki upp á nýtt, með því að

  1. Marka skýra og trúverðuga stefnu upp á fyrir hvað flokkurinn stendur núna í dag
  2. Velja traustvekjandi fólk til að vera fulltrúar flokksins og leiða lista hans í öllum kjördæmum

Seinna atriðið er það sem flestir horfa á þegar á að kjósa. Og ef okkur verður að þeirri ósk að núverandi ríkisstjórn skammist til að láta kjósa strax á næsta ári, þá er okkur eins gott að hefja verkið strax og byrja nokkurs konar kosningabaráttu nú þegar. Gera fólk áberandi í öllum kjördæmum frammi fyrir þjóðinni sem geti verið góðir leiðtogar fyrir framboðslistana.

Sumir liggja Bjarna á hálsi fyrir að vera ekki sammála restinni af flokknum og þingmönnum hans. Kæru vinir, það sem við þurfum er ekki samsafn jábræðra sem segja "já, ráðherra" við Halldór eða Guðna eða hver sem það skal vera sem leiðir okkur. Við þurfum samsafn af fólki sem aðrir treysta vegna þess að þessir einstaklingar eru heiðarlegir.

Bjarni kann að vera hvatvís, og ég er ekki alltaf sammála honum, en ég sé ekki betur en hann starfi af heilindum. Slíka menn vil ég mun frekar en forritaðar strengjabrúður sem segja "já ráðherra". Við þurfum ekki stjórnunarstíl Halldórs aftur inn, við þurfum heiðarlega og drengilega stjórnmálamenn. Og ég get nefnt fleiri góða, eins og Birki Jón Jónsson og Magnús Stefánsson. Ef við fáum Jón Sig. aftur í framboð auk þeirra, og ef okkur tekst að skilgreina hlutverk Framsóknar upp á nýtt, þá held ég að við séum tilbúin í næstu kosningabaráttu.

En ég held okkur sé sæmst að byrja að leggja þennan grunn strax, ekki síst að sækja öfluga leiðtoga fyrir kjördæmin, hugmyndavinnan tekur lengri tíma, því við vonum auðvitað að við fáum kosningar á næsta ári - það er það eina réttláta eftir að núverandi ríkisstjórn missti niður um sig. Ég er þó sammála Bofs þegar hann segir:

Hvað fellur næst? Ríkisstjórnin? - Ekki á meðan við sýnum af okkur þann aumingjaskap að setja hana ekki hreinlega af með borgaralegu valdi.

Aðeins fjöldaáskoranir geta komið núverandi stjórnarflokkum til að gera hugmynd Björns Bjarnasonar um kosningar á næsta ári að veruleika. Þessi stjórn hefur sterkan þingmeirihluta og ég held að þessir flokkar séu ekkert að hætta að vilja starfa saman. Ég held að ef nógu margar og fjölmennar kröfugöngur heimti kosningar, þá láti Samfylkingin undan þeirri kröfu.

Einar Sigurbergur Arason, 28.10.2008 kl. 03:52


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Sigurbergur Arason

Höfundur

Einar Sigurbergur Arason
Einar Sigurbergur Arason
Guðfræðingur, býr á Blönduósi, framsóknarmaður, hef gaman af pælingum og umræðum, góðum bókum og mörgu fleiru.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hlutabréf í nýja Gleðibankanum á Skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 461

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband