Hvað ef ein "mýtan" væri sönn þó hinar væru það ekki?

Þessi orð eru úr samtali milli J.R.R. Tolkiens og C.S. Lewis (höfundar Hringadróttinssögu og Narníu).

Þeir voru fræðimenn og störfuðu við sama háskóla, og urðu fljótt vinir er þeir kynntust. C.S. Lewis var gallharður á því þá að trúarbrögð væru "mýtur", rétt eins og sögur um álfa og tröll, eða sögur um Þór og Loka, eða sögurnar um hinn heilaga gral.

Þá spyr Tolkien: "Hvað ef ein "mýtan" væri sönn þó hinar væru það ekki?"

Vill einhver giska á hvaða áhrif þessi orð höfðu á Lewis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Spennandi hugmynd.   :)  Elska að lesa C.S.Lewis. Margar góðar sögur og frásagnir hjá honum.  :)   Bestu kveðjur á Skagaströnd. 

Baldur Gautur Baldursson, 12.12.2008 kl. 09:35

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hann snerist strax (aftur) til kristni, að sjálfsögðu.

Síðan eyddi hann restinni af ævinni í að skrifa bækur um Jesú...eða Jesú í dulargervi.

Eftir því sem ég kemst næst var Tolkien alltaf á því að mýtur væru leið til að tjá guðdóminn ("hinn eina sannleika, sem dvelur hjá Guði") - ekki að þær væru "sannar". 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.12.2008 kl. 16:05

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Sannar mýtur eða ekki - augljóslega eru margar mýtur sem eru ekki "sannar", þó þær geti haft boðskap eftir atvikum. Ýmsar þjóðsögur eru "samdar" til að kenna fólki að koma vel fram við aðra. Jafnvel í sögum um Þór og Loka getur verið snjall boðskapur.

En í hugum sumra er allt efni í Biblíunni líka mýtur. Ekki bara sagan um Adam og Evu eða freistingasaga Krists, heldur líka tilvera Jesú og þar fram eftir götunum.

Annars skemmtilegur punktur hjá þér Tinna um Tolkien. Hann var nefnilega duglegur að skrifa bækur í mýtustíl, eins og Hobbitann og Hringadróttinssögu. Lewis gerði þetta líka en margar bækur hans eru á hinn bóginn siðferðilegar / heimspekilegar rökræðupælingar.

Einar Sigurbergur Arason, 12.12.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Persónulega finn ég betri - og einfaldari - boðskap hjá Esóp en í Biblíunni. Ég sé engan tilgang með því að búa til trúarbrögð út frá dæmisögum í stað þess að taka þær bara "at face value"

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.12.2008 kl. 22:52

5 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Það sem ég er að segja er ekki að búnar hafi verið til dæmisögur og svo búin til trúarbrögð út frá þeim. Heldur er ég að viðra þann möguleika - sem er mín skoðun - að Guð hafi sent menn til að boða sinn vilja, sbr. Jesús.

Af því hins vegar að við flest höfnum því að kraftaverk og því um líkt sé hluti af okkar veruleika, höfum við þá fordóma að þetta séu "mýtur".

Svona að gamni - hvað mikið veist þú um Lewis? Hefur þú til dæmis lesið eitthvað eftir hann?

Uppáhaldsbækurnar mínar (eftir Lewis) heita Miracles; Rétt og rangt; og Guð og menn. Hefurðu heyrt þeirra getið?

Einar Sigurbergur Arason, 15.12.2008 kl. 01:14

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég las Narníu þegar ég var krakki. Síðan blaðaði ég einhverntímann í Mere Christianity á fornbókasölu, en keypti hana því miður ekki.

Annars er það nokkuð áhugavert að skrifa höfnun "kraftaverka" upp á fordóma. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.12.2008 kl. 12:06

7 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Þegar maður byrjar akademískt nám þá er sagt að allar fyrirframmyndaðar skoðanir, sem maður er ekki tilbúinn að leggja til hliðar, kallist fordómar. Við öll höfum fordóma / fyrirframákveðnar skoðanir á hinu og þessu. Séum við tilbúin að skoða málin frá öllum hliðum, þá víkja sumir fordómarnir, kannski styrkjast aðrir "fordómar" í staðinn því nú höfum við rök fyrir þeim.

Ef þú hafðir eitthvað gaman af Mere Christianity - sem innifelur meðal annars tvær bækur sem ég nefndi áðan (heita "Rétt og rangt" og "Guð og menn" í íslenskri þýðingu, þriðja bókin var ekki þýdd) - þá held ég að þú gætir haft gaman af Miracles, hvort sem þú ert sammála henni eða ekki.

Hún er öll um pælinguna - ætli kraftaverk séu sennileg eða ósennileg. Ég hefði gaman af að tala betur um hana seinna, en er svolítið að flýta mér nú. Ég minnist reyndar svolítið á hana og rök í hennar anda hér, nánar tiltekið í svari 5. Það er að vísu mjög snubbótt hjá mér.

Ég tek fram, að ég þykist ekki geta fært sönnur á tilvist kraftaverka, frekar en einhver gæti afsannað þau. Efni Miracles er frekar hvort tilvist þeirra sé líkleg eða ekki.

Einar Sigurbergur Arason, 15.12.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Sigurbergur Arason

Höfundur

Einar Sigurbergur Arason
Einar Sigurbergur Arason
Guðfræðingur, býr á Blönduósi, framsóknarmaður, hef gaman af pælingum og umræðum, góðum bókum og mörgu fleiru.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hlutabréf í nýja Gleðibankanum á Skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 504

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband