Færsluflokkur: Mannréttindi

Egypsk mannréttindi?

Maher Ahmad El-Gohary er Egypti sem kærði þá kerfisvillu að hann má ekki skrá sig sem kristinn einstakling í þjóðskrá. Lögmenn á móti honum kröfðust dauðarefsingar yfir honum sem trúvillingi. Dómari vísaði máli hans frá í júní 2009.

Í september 2009 reyndi hann að komast úr landi, en flugvallaryfirvöld í Kaíró gerðu vegabréf hans upptækt. Í mars 2010 dæmdi dómstóll að honum skyldi ekki skilað vegabréfinu.

Dina, dóttir hans, skrifaði Barack Obama bréf í nóvember 2009 í gegnum netsíðu. Hún varð landsfræg fyrir. Hún spurði forsetann hvernig stæði á því að bandarískir múslimar fengju betri meðferð en kristið fólk í Egyptalandi. Hún vonar að Obama geti fengið egypsk stjórnvöld til þess að tryggja trúfrelsi í landinu eða að öðrum kosti fái hún og faðir hennar að flytja til Bandaríkjanna.

En frægð Dinu gerir hana ekki örugga. Fyrir fáum vikum fóru feðginin saman á markað. Allt í einu tekur El-Gohary eftir að reyk leggur frá jakka dóttur hans. Einhver hafði hellt sýru á jakkann.

Hann hafði snör handtök og henti jakkanum burt. En eftir þetta er Dina mjög hrædd við að fara út úr húsi.

Faðir hennar fær hvergi vinnu vegna baráttu sinnar gegn kerfinu. Hann þarf að fara huldu höfði til að komast hjá því að verða drepinn, því alls staðar má finna ofstækismenn sem telja hann réttdræpan. Og ekki komast þau úr landi vegabréfslaus.

Nánar hér: http://www.opendoors.no/sider/tekst.asp?side=4230


Um bloggið

Einar Sigurbergur Arason

Höfundur

Einar Sigurbergur Arason
Einar Sigurbergur Arason
Guðfræðingur, býr á Blönduósi, framsóknarmaður, hef gaman af pælingum og umræðum, góðum bókum og mörgu fleiru.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Hlutabréf í nýja Gleðibankanum á Skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband