11.12.2008 | 01:48
Gjaldeyrismálin leyst - nýr banki - við erum rík!
Í gærkvöldi, áður en ég fór á næturvaktina sem ég er á núna, tók ég þátt í að stofna nýjan banka á Skagaströnd, sem er heimabyggð mín. Þetta er tvímælalaust snjallasta bankahugmynd sem reynd hefur verið. Vandamálin með ónýta krónu eru gersamlega úr sögunni.
Samkvæmt meðfylgjandi hlutabréfi er ég svo ríkur að eiga ráðandi hlut í þessum banka og er hann metinn á 1000 bros. Ég spái því að gengið verði komið upp í 1000 milljarða innan tíðar, þetta er svo markaðsvæn hugmynd.
Það besta af öllu er að samkvæmt regluverkinu getur bankinn ekki orðið gjaldþrota.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Einar Sigurbergur Arason
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Eysteinn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Júlíus Björnsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hallur Magnússon
- Heiðar Lind Hansson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Karl Hreiðarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Vefritid
- Bókakaffið á Selfossi
- Magnús V. Skúlason
- Baldur Gautur Baldursson
- Haraldur Hansson
- Sævar Finnbogason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Agnar Bragi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar Björn Bjarnason
- Fjörkálfarnir
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Soffía Gísladóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnlaugur Stefánsson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Ólafur Jóhannsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þórhallur Heimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll,
Mér líst rosalega vel á þetta, hvernig stofnar maður reikning hjá þessum bankaÐ
Kveðja
Hlini Melsteð Jóngeirsson, 11.12.2008 kl. 10:30
Hmmm ... hvað eru mörg glott í einni evru?
Haraldur Hansson, 11.12.2008 kl. 10:32
Já ég er ekki frá því að ég vilji leggja inn í þennan banka, hvað eru innlánsvextirnir háir þarna ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:12
Arnar: Síðast þegar ég gáði voru innlánsvextir 48%, útlánsvextir 0,67%.
Haraldur: Heyrst hefur að eitt glott jafngildi 25 evrum við lokun í dag. Sama heimild sagði mér að glottið hefði verið metið á 19 evrur þegar opnað var í morgun.
Hlini: Ég myndi prófa að tala við bankastjórana. Annar þeirra er Ingibergur Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri á Skagaströnd. Hinn heitir Sigurður, ég man ekki föðurnafnið í svipinn.
Þar sem gjaldmiðillinn er bros ætti ekki að vera erfitt að fá reikning. Hlutabréfið var að minnsta kosti auðfengið.
Einar Sigurbergur Arason, 12.12.2008 kl. 01:22
Eitt bros er í raun ómetanlegt ef vel er að gáð! Hvað eru það margar evrur?
Hlini: Ég held ég fari rétt með það að þú getur stofnað reikning með að segja brandara.
Til að liðka fyrir viðskiptum eru tveir hér, enda vil ég gjarnan græða á þér:
Einar Sigurbergur Arason, 12.12.2008 kl. 06:01
Einar, gæti ég þá fengið 100.000.000.000 bros að láni hjá þér og lagt inná bók ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:24
Ingibergur er nú gamli skólastjórinn minn, mátt alveg endilega skila kveðju til hans ef hann man eftir mér
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.