Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
12.12.2008 | 02:06
Hvað ef ein "mýtan" væri sönn þó hinar væru það ekki?
Þessi orð eru úr samtali milli J.R.R. Tolkiens og C.S. Lewis (höfundar Hringadróttinssögu og Narníu).
Þeir voru fræðimenn og störfuðu við sama háskóla, og urðu fljótt vinir er þeir kynntust. C.S. Lewis var gallharður á því þá að trúarbrögð væru "mýtur", rétt eins og sögur um álfa og tröll, eða sögur um Þór og Loka, eða sögurnar um hinn heilaga gral.
Þá spyr Tolkien: "Hvað ef ein "mýtan" væri sönn þó hinar væru það ekki?"
Vill einhver giska á hvaða áhrif þessi orð höfðu á Lewis?
10.12.2008 | 13:34
Jesús og við - sama afmælið
Fyrst við Íslendingar eigum sama dag og Jesús, er þá ekki upplagt að auka samskiptin?
Ójá, alveg rétt, það heitir víst að biðja og svoleiðis.. oh, svo auðvelt að ætla að vera nú duglegur að biðja en standa sig að því einn dag eftir annan að lítill tími fór nú í slíka samverustund með besta vininum (ef þá nokkur).
Sem betur fer er þessi vinur ótrúlega þolinmóður.
Ég legg samt til að við gerum eitthvað í þessu .. kannski að mæta á Alfa-námskeið og hressa við trúarlífið .. þetta er eins og maður er duglegri að mæta í sund eða líkamsrækt ef maður hefur félaga ..
Mæli þó ekki með því að við förum að biðja bænina sem ég kenndi í seinasta pistli, hún er meira svona til gamans..
„Jesús fæddist 17. júní“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.12.2008 | 12:57
Hvernig auðjöfrar eiga að hugsa og biðja (eða þannig)
Þessi bæn er talsvert óvenjuleg:
Ó Drottinn, þú veist að ég á níu fasteignir í Kópavogi og ég hef einnig fest kaup á fasteign á Ísafirði, ég bið þig að varðveita bæði Kópavog og Vestfirði frá eldi og jarðskjálftum og þar sem ég á veð í eign í Fjarðabyggð, bið ég þig einnig að líta miskunnaraugum til þess héraðs, en hvað varðar hinar sýslurnar máttu fara með þær eftir þínum vilja.
Ó Drottinn, gefðu að bankinn geti starfað eðlilega og afgreitt reikninga skuldunauta minna og gefðu að þeir séu allir góðir menn. Gefðu giftusama ferð og góða heimkomu skipinu Hafmeyjunni, því að ég hef tryggt það. Og eins og þú hefur sagt að dagar hinna illu skuli stuttir verða, treysti ég á þig, að þú gleymir ekki þessu loforði þínu, þar sem ég hef fest kaup á erfðarétti að fasteign sem mun falla mér í skaut við andlát þessa siðspillta unga manns, hr. J.L.
Varðveittu vini mína frá drukknun og mig frá þjófum og innbrotum og gerðu alla þjóna mína svo heiðarlega og trúfasta að þeir gæti hagsmuna minna og svíki aldrei út úr mér eignir, hvorki nótt né dag.
Fengin úr Alfa-kennsluefni, sjá Spurningar lífsins, bls. 72-73. Staðfært upp á íslenskar aðstæður.
Hvernig líst ykkur á þetta hugarfar?
Trúmál og siðferði | Breytt 12.12.2008 kl. 05:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 07:07
Breyta skráningu í trúfélög - gott mál!
Mér finnst bara sjálfsagður hlutur að það eigi að breyta þessum lögum sem Jafnréttisstofa er að gera athugasemd við. Óþarfi að skráningin sé sjálfvirk; foreldrar eiga að sjá um að skrá barnið í trúfélag ef þau óska þess. Fyrir þá foreldra sem láta skíra eða blessa börnin sín í kirkju þá gæti kirkjan boðið upp á slíka skráningu við það tilefni og foreldrar undirritað beiðni um það.
Sjálfvirk skráning í trúfélög andstæð jafnréttislögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 15:04
Má biðja fyrir sínum eigin stjórnmálaflokki?
Nú hef ég bæði áhuga á trúnni og stjórnmálunum. Þess vegna slæ ég fram til gamans þessari spurningu.
Öll megum við biðja. En Guð heyrir ekki allar bænir, það er að segja hann svarar þeim ekki öllum með já. Einn er kannski að biðja um fullt af snjó til að geta farið á skíði. Annar er að biðja um milt og gott veður á sama tíma og enga hálku svo umferðin sé örugg. Þarna skarast hagsmunir.
Við megum hins vegar biðja um góða hluti og treysta því að Guð heyri það á þann veg sem er fyrir bestu. Ég sé ekkert athugavert við að ég biðji fyrir flokknum sem ég er í. Framsókn er svo sem ekki vanþörf á því.
Dæmi um góða hluti sem ég má biðja fyrir í þessu efni:
- þingmenn flokksins, viska þeim til handa og réttar ákvarðanir
- að flokkurinn hafi hæfa forystumenn og heiðarlega
- að þegar nýir einstaklingar komast í framboð að það sé vandað fólk sem við hin getum treyst
Og svo framvegis. Aðalatriðið er að biðja ekki eigingjarnar bænir. Þær eru ekki líklegar til árangurs, Guð hefur ekki áhuga á þeim og þær þroska okkur ekki hið minnsta.
Þá er líka skynsamlegt og þarft að biðja fyrir ráðamönnum, hvar í flokki sem þeir standa; eins og að ríkisstjórnin megi klára þau mál vel sem nú brenna á okkur, eins og Icesave, björgunarlán, stefnumótun um framhaldið og svona. Biðja um sátt milli stjórnvalda og þjóðar og að Guð leiði það hvenær næst verði kosið, á þann veg sem verði fyrir bestu.
Trúmál og siðferði | Breytt 10.12.2008 kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 02:25
1. Að biðja fyrir ástandinu. 2. Að pæla í tilgangi lífsins - Alfa.
Eins og við öll vitum, þá er ástand íslenskra efnahagsmála grafalvarlegt.
Ég legg til að við biðjum fyrir þessu. Við þurfum ekki að vera sterktrúuð til þess að biðja. Dæmi:
Lögfræðingurinn Nicky Gumbel fór einu sinni til Bandaríkjanna þegar hann var táningur. Farangurinn hans týndist og þar með peningarnir hans og vasabókin. Ekki gott! Hann eyddi tíu dögum á hippanýlendu í tjaldi með róna, fór svo á flakk og vafraði um stræti og torg. Svo datt honum í hug að biðja Guð að hjálpa sér að hitta einhvern sem hann þekkti. Hann trúði samt ekkert á Guð! Stuttu síðar hitti hann gamlan skólafélaga þegar hann steig upp í rútu, sá lánaði honum pening og þeir héngu saman í fáeina daga. Nicky hugsaði ekkert um að þetta gæti verið bænasvar, hann áleit þetta hreina tilviljun.
2. Nicky og Alfa
Nicky er þekktastur fyrir að vera höfundur svokallaðs Alfa-námskeiðs, sem hefur á nokkrum árum orðið svakalega vinsælt um öll lönd. Það snýst um að pæla í lífinu og tilgangi þess, og hvort trúin eigi einhver svör í þeim efnum. Ég hef farið á Alfa og líkaði það svo vel að ég er orðinn áskrifandi, ég fer aftur og aftur hvenær sem ég get. Það er alltaf byrjað á að borða saman og þetta er einhvern veginn svo "kósý", það kemur fólk úr ýmsum áttum á hvert námskeið, og ekkert endilega sterktrúað. Tilgangurinn er að pæla í hlutunum, en ekki að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram!
Kirkjan sem byrjaði að vera með Alfa um 1990 var stuttu áður í andarslitrunum, í hverja messu mættu örfáar hræður sem mátti telja á fingrunum. Kannast einhver við slíkar messur? - Presturinn ákvað að breyta til og um líkt leyti var byrjað með Alfa. Ég heimsótti þessa kirkju annað hvort 2002 eða 2003. Þá voru haldnar þarna fimm samkomur á hverjum einasta sunnudegi, og húsfyllir á þeim öllum. Mér skilst að þannig sé ástandið búið að vera í mörg ár.
Ég á bækur frá þessari kirkju. Ein þeirra heitir Spurningar lífsins og þar er sagan af Nicky og týnda farangrinum (bls. 67). Ég á líka bækur sem eru með stuttum sögum frá fólki sem hefur farið á Alfa. Einn segir frá því að hann hafi farið með hálfum huga á fyrsta kvöldið og búist við því að hitta nokkrar hræður, miðaldra/gamalt fólk, frímerkjasafnara með hornspangagleraugu og svona annað álíka fólk sem er ekki þverskurðurinn af samfélaginu. Hann rak í rogastans þegar hann mætti í kirkjuna. Þar var fjölmenni, fólk á öllum aldri, mjög margt ungt fólk eins og hann sjálfur; síðast en ekki síst - þetta var venjulegt fólk.
Hefur þú farið á Alfa?
3. Biðjum fyrir núverandi ástandi
Það geta allir beðið - því fleiri, því betra. Ef þú hefur spurningar um bænina, þá hvet ég þig til að kíkja á Alfa. Það er líka góður vettvangur til að skoða hvort trúin stenst; býður upp á opnar pælingar og fordómalausar; allar skoðanir velkomnar (fer kannski eftir leiðurum en víðast er þetta svona). Spyrðu einhvern sem hefur verið á Alfa hvernig var.
Ég lýk þessum pistli á að setja fram nokkur bænarefni. Ef þú ert ekki vanur að biðja, þá hvet ég þig til að velja eitt eða tvö til að biðja fyrir - hvort sem þau eru af þessum lista eða bara eitthvað sem þér liggur á hjarta.
"Neyðin kennir naktri konu að spinna" segir máltækið, og eins er það með bænina - þegar við sjáum neyðina blasa við, þá kennir það okkur að biðja. Þér er líka velkomið að senda mér spurningar á þennan umræðuþráð eða á mrdinth@gmail.com.
Bænalisti
- Ríkisstjórnin - viska og handleiðsla frá Guði.
- Bankastjórn Seðlabankans - viska og handleiðsla.
- Alþingi (þú getur valið einstaka þingmenn að biðja fyrir ef þú vilt).
- Kosningar - hvenær þær verði (við skipum Guði ekki fyrir! En við megum biðja hann að leiða fram kosningar á þeim tíma sem hann sér að er til góðs).
- Ef stjórnarskipti bráðlega: Biðjum þá að næsta ríkisstjórn standi sig betur en ekki verr.
- Biðjum um stjórnmálamenn sem vinna sér inn traust þjóðarinnar með því að starfa af heilindum og skynsemi og sem við finnum að erum að hugsa um okkur, ekki sjálfa sig eða einhverja hagsmunaklíku.
Um bloggið
Einar Sigurbergur Arason
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Eysteinn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Júlíus Björnsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hallur Magnússon
- Heiðar Lind Hansson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Karl Hreiðarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Vefritid
- Bókakaffið á Selfossi
- Magnús V. Skúlason
- Baldur Gautur Baldursson
- Haraldur Hansson
- Sævar Finnbogason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Agnar Bragi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar Björn Bjarnason
- Fjörkálfarnir
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Soffía Gísladóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnlaugur Stefánsson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Ólafur Jóhannsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þórhallur Heimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar