Draumur minn um siðferðilega vakningu í íslensk stjórnmál

Ég á mér draum um eitt og annað. Undanfarnar vikur hafa stjórnmál verið mér hugleikin, af því að mér finnst eins og mörgum Íslendingum að stjórnmálaumhverfið okkar sé meingallað.

Ég er ekki sérfræðingur í því hvaða stefna er endilega sú rétta í þessu málinu eða hinu. Hins vegar er siðferði mér hjartans mál.

Ég held að við höfum flestöll orðið fyrir miklum vonbrigðum með þá sem leiða stjórnmál landsins í dag. Mikil áföll hafa dunið yfir íslensku þjóðina og ljóst er að einhverjir sváfu á verðinum. Viðbrögð þeirra pólitíkusa sem mest heyrist í snúast ekki um að tala í okkur kjark heldur að verja fylgið sitt. Sumir segja að við eigum ekki að leita að sökudólgum, eins og Geir Haarde. Aðrir eru duglegir að benda á þá sem mesta sök bera, enda treysta þeir á að vera ekki taldir eiga mikla sök. Meira að segja annar ríkisstjórnarflokkurinn skipar sér í þá stöðu.

Ef við fengjum annars vegar fólk sem axlar ábyrgð á mistökum sínum og hins vegar fólk sem stendur upp og telur í okkur nýja von, leiðtoga sem minna á Barack Obama í því efni, þá myndi óánægjan hjaðna að miklum mun. Að minnsta kosti ef við fengjum að leiða seinni hópinn til valda fyrr en síðar.

Við náum fæst að verða slíkir leiðtogar. Við getum hins vegar tekið þátt í að mynda grasrót sem talar inn réttu hugmyndirnar um heiðarleika. Ég vil sjá kall frá slíkri grasrót eftir hlutum eins og

  • heiðarleika
  • dómgreind til að leita bestu þekkingar áður en ákvarðanir eru teknar,
  • auðmýkt til að viðurkenna mistök þegar þau hafa verið gerð og
  • einurð til að stýra á betri leið eftir mistökin.

Sjálfur er ég framsóknarmaður og þetta er það sem ég vil sjá hjá mínum flokki. Skiptir meira máli í mínum huga en hver hefur á réttu að standa í dægurþrasinu. Ef við vinnum svona, þá sköpum við góðan jarðveg handa þeim leiðtogum sem við þurfum. Hvort ætli sé líklegra að góður leiðtogi rísi fram þar sem grasrótin er heilbrigð eða þar sem allt logar í svona - "sjáðu hvað ég er góður kandídat í 2.-3. sætið.." -pólitík án þess að skýr sýn sé á hitt sem er mikilvægara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Góður pistill.

Kristbjörg Þórisdóttir, 13.11.2008 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Sigurbergur Arason

Höfundur

Einar Sigurbergur Arason
Einar Sigurbergur Arason
Guðfræðingur, býr á Blönduósi, framsóknarmaður, hef gaman af pælingum og umræðum, góðum bókum og mörgu fleiru.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hlutabréf í nýja Gleðibankanum á Skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 460

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband