Guðni farinn - ný forysta óskast

Óvænt er Guðni Ágústsson vikinn af vettvangi stjórnmálanna. Hans verður minnst sem drengs góðs, þó honum hafi ekki tekist að sameina framsóknarmenn.

Framsóknarflokkurinn er í sárum - hann er búinn að vera það um nokkurt skeið. Stefna Halldórs Ásgrímssonar var ólík því sem flokkurinn stóð fyrir áður fyrr. Nú um stundir minnast landsmenn Framsóknarflokksins sem flokksins sem spyrti sig saman við Sjálfstæðisflokkinn í heil 12 ár. Jafn lífseigt stjórnarmynstur í íslenskri stjórnmálasögu á sér aðeins eina hliðstæðu, það er Viðreisnarstjórn sjálfstæðismanna og krata 1959-71. Eftir það voru kratar í sárum fram til 1987; kjósendur kunna illa að meta til lengdar flokk sem hegðar sér sem varadekk fyrir sjálfstæðismenn. Slíkur flokkur týnir sérstöðu sinni (nema í hugum innvígðra).

Ný forysta óskast í flokknum, segi ég. Ég vil forystu sem er ekki nátengd Halldóri Ásgrímssyni eða stjórn hans og Davíðs. "Nýir vendir sópa best." Ég vil bæði formann og varaformann sem hafa eftirfarandi til að bera:

  1. Óvéfengjanlegan heiðarleika og vilja til að gera heiðarleika að höfuðmáli í íslenskri pólitík.
  2. Hæfni til að fylkja að baki sér fólki (bæði innan flokks og utan), og vera mannasættar.
  3. Tala skýru máli, við hin getum skilið af hverju við ættum að styðja þá og þeirra stefnu.

Hvað annað/fleira viljum við sjá í nýrri forystu, góðir hálsar? Vill einhver tjá sig um það?


mbl.is Horft á eftir farsælum forystumanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Verður Framsóknarflokkurinn ekki að marka sér einhverja skýra stefnu eða finna sér skýrt erindi þannig að fólk skilji fyrirbærið.

Ég held að það sé vandi hans ekki síður en það að hann vara varadekk

Sævar Finnbogason, 19.11.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Þessu er ég fullkomlega sammála. Í dag er það erindi sem Framsókn á bara skiljanlegt þröngum hópi, það er helsta orsök lítils fylgis. Stjórnmálahreyfing sem nær ekki að markaðssetja sig þannig að kjósendur skilji, hún nær ekki tengslum við fólkið.

Einar Sigurbergur Arason, 20.11.2008 kl. 02:29

3 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Sæll Einar,

Ég er sammála greiningu þinni. Lykillinn fæst í gegnum framtíðarsýnina og hreinum skjöld heiðarleika.

Kveðja!

Heiðar Lind Hansson, 20.11.2008 kl. 10:06

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég hef nú aldrei fundið minn stað í íslenskri flokkapólitík. Ég held að tillaga þín og óskalisti yfir hvaða hæfileika sá/sú þarf að hafa sem valin(n) til forystu sé mæt og góð. 

Fyrst og fremst þurfum við einstakling sem fólkið skilur og sem hlustar á fólkið, rödd þjóðarinnar.  Þessi einstaklingur þarf að vera næmur á hreyfingar í málum alþjóðamála jafnframt sem vökull fyrir því sem Ísland getur gert. Hann þarf að elska þjóð og land og geta tendrað von þar sem von ekki er til, hvatt til áræðni þar sem þrekið ekki er að finna, hann þarf að vera sannur í orði og verki og sjálfum sér samkvæmur. Hann þarf að vera góður drengur.  Hann þarf ekki að hafa gengið á skýjum með yfirhangandi geislabaug.  Við viljum mann með reynslu, áræðinn og aðila sem er ekki hrokafullur sem þeir stjórnmálamenn sem við höfum haft núna næstum í 20 ár. 

Baldur Gautur Baldursson, 20.11.2008 kl. 13:22

5 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Sammála því, Baldur. Og ef grannt er skoðað, þá held ég að stór hluti fólks fylgi frekar slíkum leiðtoga, ef hann kemur fram, heldur en að trúa á einhvern stjórnmálaflokk í blindni. Leiðtogi flokksins hefur mikið að segja um það hvað flokkurinn mun gera - ef hann nýtur trausts síns fólks.

Einar Sigurbergur Arason, 21.11.2008 kl. 01:15

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Vandinn er ekki stefnan. Hún er skýr og góð og í stöðugri endurskoðun og endurnýjun. Vandinn er sá að þingmenn flokksins hafa ekki talið sig skuldbundna til að framfylgja henni og því virkar hún óskýr á kjósendur. Eðlilega

Greiningin á hæfisskilyrðum er góð.

Gestur Guðjónsson, 24.11.2008 kl. 10:35

7 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Gestur: Hvað áttu nákvæmlega við, þegar þú segir að þingmenn flokksins séu ekki að framfylgja stefnunni? Geturðu nefnt ákveðin dæmi?

Sérhver þingmaður er fyrst og fremst bundinn sinni eigin sannfæringu. Þannig á það að vera samkvæmt íslenskum lögum (eða var það stjórnarskrá?). Þetta er gott í sjálfu sér, og of mikið flokksræði er ekki alltaf af hinu góða. Samanber hugmynd þína á sínum tíma að merkja við einstaklinga í kosningum, fremur en flokka. Þannig er ekki hægt að gera kröfu til að hver einasti þingmaður á okkar vegum framfylgi nákvæmlega öllu sem samþykkt er á flokksþingum. En ertu að tala um einn eða tvo - eða allan þingflokkinn?

Ég tek eftir að nokkrir af okkar þingmönnum standa sig mjög vel í þingræðum. Til dæmis Birkir Jón, Magnús og Helga Sigrún. En þau eru ekki mjög sýnileg almenningi þess utan, og fæstir liggja yfir þingsjónvarpinu dag og nótt. Eins sjást stöku blaðagreinar frá okkar fólki, en fáir lesendur fínkemba blöðin. Betur er tekið eftir sjónvarpsviðtölum á vinsælum tímum, og ef einhverjar hugmyndir frá okkar fólki væru það sláandi að allir fréttamenn væru að tala um þær þá myndi það skila sér.

Einar Sigurbergur Arason, 25.11.2008 kl. 01:59

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef þú ferð í gegnum stefnuna sem samþykkt var á síðasta flokksþingi og skoðar svo þau mál sem þingmennirnir hafa flutt, á Alþingisvefnum, sérðu hvað ég á við. Þarna er þingflokkurinn sem heild sekur, þar bera allir þingmenn ábyrgð, sem velja að sjálfsögðu þau mál sem þeim hugnast best, en þeim ber skylda til þess að fara eftir flokkssamþykktum í þeim mæli sem sannfæring þeirra leyfir.

Kannski er sannfæring þeirra einhver allt önnur en sú sannfæring sem flokksþing Framsóknar hafa. Ef það er tilfellið eiga menn að hugsa sitt ráð og það vandlega.

Gestur Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 02:07

9 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Fæstir - ég þar á meðal - nenna að lesa svona skjal endanna á milli. Mér þótti reyndar gaman að sjá þarna ályktun um að ráðherrar sitji ekki á þingi meðan þeir eru ráðherrar, og að auka vægi persónukjörs við þingkosningar.

Það sem ég skil, Gestur, er að þú greinilega veist hvað þú ert að segja - en ég er engu nær um hversu stórt eða lítið frávik frá stefnu flokksins er um að ræða.

Einar Sigurbergur Arason, 29.11.2008 kl. 01:21

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Einar: Nákvæmlega. Þú átt ekki að þurfa að lesa skjalið endanna á milli, þingmennirnir eiga í sínum málflutningi og starfi að endurspegla stefnuna, þannig að hún verði þér ljós

Gestur Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Sigurbergur Arason

Höfundur

Einar Sigurbergur Arason
Einar Sigurbergur Arason
Guðfræðingur, býr á Blönduósi, framsóknarmaður, hef gaman af pælingum og umræðum, góðum bókum og mörgu fleiru.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Hlutabréf í nýja Gleðibankanum á Skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband