Hvaða mótmæli virka?

Þegar við drögum mótmæli niður á þetta plan, þá missa þau broddinn.

Það eru til mjög sterk dæmi um það erlendis frá að hópar þurftu að mótmæla grófum mannréttindabrotum. Svartir í Bandaríkjunum og síðar í Suður-Afríku, Indverjar þegar þeir börðust fyrir sjálfstæði sínu undir forystu Mahathma Gandhi, Pólverjar sem fóru í verkföll undir forystu Lech Walesa, sem löngu síðar varð forseti.

Þau mótmæli sem var erfiðast að hundsa einkenndust af því að mótmælendurnir sýndu stillingu, fóru friðsamlega fram en sýndu einbeittan vilja til að láta hlusta á sig. Mótmæltu aftur og aftur þangað til þeir höfðu betur. Fyrst var þetta erfitt en dropinn holar steininn. Vatnsdropinn lætur hins vegar ekki mikið yfir sér og það hafa ekki allir þessa þolinmæði.

Þeir sem missa sig í æsing, múgæsing og svo framvegis, þeir tapa eyrum flestra. Flestir eru fyrir að það sé hægt að talast við og hrista höfuðið þegar ofstopinn talar hærra en rök og skynsemi.


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Já, það er aldrei að vita. En mér hefur fundist Framsóknarflokkurinn svo stjórn laus. En við skulum nú bíða og sjá kvað gerist þegar flokksþingið verður það er aldrei að vita að maður skipti um skoðun.

Ingimar Eggertsson, 10.12.2008 kl. 03:35

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hann hefur verið hálf-forystulaus síðan Jón Sigurðsson sagði af sér vegna þess að hann komst ekki inn á þing. Guðni var ágætiskall en margir flokksmenn vildu fara aðrar leiðir en hann, eins og í Evrópumálum.

Mér verður hugsað til íþróttafélaga eins og Fram og Vals í fótbolta; þegar kemur tímabil lægðar miðað við forna frægð og stuðningsmenn eru ekki að sjá liðið í 1.-3. sæti þá eru allir hundóánægðir og mórallinn eftir því. Framsókn var einu sinni með 25% fylgi og næststærsti flokkurinn. Það er erfitt fyrir flokksmenn að aðlagast breyttri stöðu og þyrfti örugga forystu til að vinna bug á því.

Einar Sigurbergur Arason, 10.12.2008 kl. 07:14

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Látið verkið tala. Lýðræðislegar kosningar verða ekki unnar með velgengni fárra kjósenda einni saman í reyndinni.

Júlíus Björnsson, 10.12.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

??? Júlíus, hvað meinarðu? Geturðu orðað hugsun þína skýrar?

Einar Sigurbergur Arason, 10.12.2008 kl. 10:53

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég var með ákveðið bréf í huga, ættað frá Skagafirði.  Það sem kom fram í bréfinu var í samræmi við reynsluheim margra hér fyrir sunnan. Tilhneiging til ný-frjálhyggju er ávísun upp á samþjöppun valds og fákeppni sem fáir hagnast ofurmikið á. Blandað hagkerfi með áherslu á frjálsa markaði og einkaframtæki í þágu fjöldans er það sem vinnur í lýðræðislegum kosningum. Það sem gengur upp hjá stórþjóðum þarf ekki að ganga upp hjá Íslendingum. Það er allt í lagi að vera mikill þjóðernissinni hjá þjóðum sem hafa meiri þjóðartekjur en flestar aðrar. Við getum kennt þeim frekar en þeir okkur. Ég skilgreini þjóðernissinna þann sem kann að meta kosti og gæði lands og íbúa þess svæðis sem hans þjóð inniheldur. Dilkakjöt til dæmis er all of lágt verðlagt [sér ílagi til framleiðenda] með tilliti til þess að aðal neytenda hópur þess er hátekju Íslendingar frekar en hitt. 

Júlíus Björnsson, 10.12.2008 kl. 13:32

6 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Þakk fyrir það Júlíus - þetta var allt annað, mjög skilmerkilegt. Viturlega sagt. Ég er sammála þér um ný-frjálshyggjuna og blandaða hagkerfið.

Bróðir minn taldi sig einhvern tíma hafa heyrt um lítið en auðugt ríki - kannski Singapore - þar sem menn hefðu ákveðið að það ætti ekki að líðast meir en fimmfaldur launamunur. Þetta var meðal annars til að allir hefðu efni á hlutum, sem kæmi efnahagslífinu til góða. Ég veit ekki meir um heimildir eða áreiðanleika þeirra, en mér finnst þetta snjöll hugsun.

Sjálfur er ég miðjumaður - ég vil blandaða hagkerfið, ekki eintóman ríkisbúskap og ekki eintóm boð og bönn; rekstur þarf að hafa lífvænleg skilyrði en jafnframt passlega mikið regluverk; og ég kann ekki að meta óhefta markaðshyggju þar sem menn leiðast út í að fita sjálfa sig fyrst og fremst.

Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem alltaf hefur kennt sig við þessa stefnu, þess vegna styð ég hann - en mér þykir að síðastliðinn áratug hafi hann tekið óþarflega stóra sveiflu til hægri, til frjálshyggjunnar. Það var svo sem vitað þegar Halldór Ásgríms tók við að hann væri meira til hægri en forveri hans.

Ég er ekki að segja að allt sem gert var í hans tíð hafi verið slæmt - í sjálfu sér getur verið gott að losa um tök og höft til að smyrja atvinnulífið, í sjálfu sér mátti einkavæða ýmis ríkisfyrirtæki innan skynsamlegra marka. En það er ekki sama hvernig þetta er gert og mér finnst að margt í þessu ferli hafi verið umdeilanlegt. Við sjáum bara hve ýkt þjóðfélagið var orðið og öll þessi ofurlaun fárra meðan fjöldinn hefur það kannski lítið betra en áður. Þetta þarf að breytast.

Einar Sigurbergur Arason, 11.12.2008 kl. 01:24

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

All vér eru sömu tungu þá er hér ein þjóð sögðu forfeður vorir skömmu eftir landnám.

T.d. Ofurlaun merkir allstaðar óviðunandi þá kallast það sama tunga.

Það er greinlegt að hér er ekki lengur ein þjóð. 90% getur losað sig við þjóðarbrotið.

Ég þekki fullt af mannfólki sem er sömu þjóðar og ég í þessum skilningi þó af erlendu bergi brotið eða mannfólk lítisvirt sem "foreign labour" sem getur bara farið.

Júlíus Björnsson, 11.12.2008 kl. 02:31

8 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hjartanlega sammála þessu, Júlíus. Að minnsta kosti þarf að setja reglur sem hamla á móti svona ofurlaunum - þeir sem vilja ofurlaun mega gjarnan sjá betra gras erlendis og flytja þangað. Að öðrum kosti borga reglulega drjúga skatta svo við hin njótum líka.

Einar Sigurbergur Arason, 11.12.2008 kl. 02:47

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Um Ný-frjálshyggju má lesa á netinu og hún er í raun anti-frjálshyggja. Það frelsi einstaklinganna til að "græða" án tillits til fjöldans, á svæðum  þar sem siði og lagaramma vantar. En frjálshyggja gengur út frá því að slíkir rammar séu til staðar og talar um frelsi einstaklinganna á markaði í þágu fjöldans.

Ég er allveg viss um að margir vita ekki að ný-frjálshyggja er ekki í stefnuskrá neins flokks. 

Júlíus Björnsson, 11.12.2008 kl. 03:05

10 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

"Ég er allveg viss um að margir vita ekki að ný-frjálshyggja er ekki í stefnuskrá neins flokks."

Nei, ætli það. Ekki einu sinni sjálfstæðisflokksins sem er þó merkisberi frjálshyggjunnar í íslenskum stjórnmálum. Og ég er ekki að segja að frjálshyggja sé í sjálfu sér slæm í sinni hófsamari útfærslu með skynsamlegum reglum.

Sjálfur vil ég leggja áherslu á félagshyggju og jöfnuð, en jafnframt þarf að hugsa vel um atvinnulífið og gefa þann slaka sem hæfilegur er (á línunni frá þröngum regluramma til frjálsræðis) til að það blómstri vel. Ég hygg að meðalvegurinn sé oft bestur.

Einar Sigurbergur Arason, 12.12.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Sigurbergur Arason

Höfundur

Einar Sigurbergur Arason
Einar Sigurbergur Arason
Guðfræðingur, býr á Blönduósi, framsóknarmaður, hef gaman af pælingum og umræðum, góðum bókum og mörgu fleiru.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Hlutabréf í nýja Gleðibankanum á Skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband