Færsluflokkur: Bloggar
2.6.2010 | 03:23
Þjóðin leitar að skörulegri forystu
Við Íslendingar erum í svipaðri stöðu og Bretar í upphafi Hitlersstríðsins. Ógnin er bara ekki Hitler heldur hrun heimilanna í landinu. Við erum búin að sjá að Chamberlain er ekki að ráða við verkefnið. Þannig er búið að koma stjórninni frá sem sat þegar hrunið varð.
Þegar Chamberlain fór frá þá tók Churchill við - þannig var það hjá Bretum. En við erum ekki að sjá neinn Churchill við stjórnvölinn hjá okkur. Ég er ekki að tala um að við þurfum að vera í einhverri leiðtogadýrkun, en við horfum á stjórnmálaleiðtogana sem stýra landinu og okkur finnst þeir ekki vera nógu skörulegir. Ágætisfólk en er að stjórna af veikum mætti. Okkur finnst að betur megi ef duga skal.
Það vantar forystu sem vekur okkur tiltrú og fær okkur til að hlusta og sannfærir okkur um að það sé raunverulega verið að gera það sem gera þarf. Og þó Jóhanna og Steingrímur J. séu gott fólk þá vekja þau okkur ekki þessa öryggiskennd.
Svo lítum við til stjórnarandstöðunnar - og spyrjum: Eru þarna leiðtogarnir sem við þurfum? Kunna þau betur að leysa málin?
Í dag er framsókn ekki að slá þann tón sem sannfærir kjósendur. Kjósendur eru að leita að forystu sem veit hvað hún er að gera og getur sannfært okkur hin um það. Churchill okkar tíma. Þarf ekki að vera einn einstaklingur, getur verið forystusveit, en þarf að sameina þessa kosti.
Málið snýst ekki um það hvort maðurinn í brúnni heitir Sigmundur Davíð eða eitthvað annað. Málið snýst um það hvort hann og félagar hans fá okkur hin til að hlusta og til að treysta sér. Gallinn er að flestir þeir sem eru ekki innviklaðir í Framsóknarflokkinn hætta að hlusta þegar Sigmundur byrjar að tala. Telja að hann sé alltaf með sömu tugguna. Sama gerðist með Guðna Ágústsson. Báðir eru góðir menn. Sigmundur þarf að taka sér tak og byrja að tala þannig að fólk leggi við hlustir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2009 | 22:57
Nýjustu pistlar mínir um trúmál verða eftirleiðis á trumal.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2009 | 02:01
Guð veldur ekki kreppunni - en hann veldur henni
Hvar er Guð í kreppunni?
Sigurbjörn Einarsson sagði einu sinni í ræðu um þjáninguna eitthvað á þessa leið:
Guð veldur ekki böli,en hann veldur því.
Þetta er að sjálfsögðu orðaleikur.
Að valda getur þýtt fleira en eitt.
Guð veldur ekki erfiðleikum / óhamingju / þjáningu - hann orsakar þetta ekki. Hann ákveður ekki að nú eigi að gerast hræðilegir hlutir fyrir okkur.
En hann veldur því. Hann kann að ráða fram úr bölinu. Hann hefur vald á aðstæðunum. Við getum kvabbað á honum, beðið hann um hjálp, lausn.
Í Jeremía 29 stendur:
11Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. 12Þegar þér ákallið mig og komið og biðjið til mín mun ég bænheyra yður. 13Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta 14læt ég yður finna mig, segir Drottinn. Ég mun snúa við högum yðar ...
Trúir þú þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Sigurbergur Arason
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Eysteinn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Júlíus Björnsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hallur Magnússon
- Heiðar Lind Hansson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Karl Hreiðarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Vefritid
- Bókakaffið á Selfossi
- Magnús V. Skúlason
- Baldur Gautur Baldursson
- Haraldur Hansson
- Sævar Finnbogason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Agnar Bragi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar Björn Bjarnason
- Fjörkálfarnir
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Soffía Gísladóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnlaugur Stefánsson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Ólafur Jóhannsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þórhallur Heimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar