Pólitískar ráðningar - spilling eða ill nauðsyn?

Samtrygginguna burt, sagði frambjóðandi fyrir skömmu á fundi meðal framsóknarmanna í Reykjavík, og hlaut kröftugt lófaklapp fyrir. Við vorum sammála þessu.

Öllum finnst okkur daunillur fnykur af því þegar ráðningar á vegum stjórnsýslunnar ganga augljóslega meira út á flokksskírteinið eða pólitíska goggunarröð heldur en hitt hvort umsækjandinn var sá hæfasti. Við munum þegar Árni Matt skipaði Þorstein Davíðsson (Oddssonar) héraðsdómara. Svo reynir Árni að réttlæta gerðir sínar og segja að þetta sé fullkomlega eðlilegt. Líkist hann nokkuð keisara í engum fötum?

Við gerum bara meiri kröfur til ráðningar þegar við finnum nasaþef af pólitík og klíkuskap.

Má ráða flokksbundna menn í störf?

Við skulum snúa þessu við - má meina einhverjum að ganga í stjórnmálaflokk?

Ef það má ekki, þá er ósanngjarnt að ætlast til að öll opinber störf séu aðeins fyrir fólk sem ekki á aðild að stjórnmálaflokkum.

Hins vegar þarf að móta skýrar verklagsreglur um það innan stjórnmálaflokka, hvernig skal standa að ráðningum þegar flokka- og klíkutengsl geta verið til staðar.

Jafnframt þurfa þessar reglur að vera raunhæfar en ekki skýjaborgir. Það þýðir lítið að lofa öllu fögru um enga samtryggingu en svo vandast kannski málið þegar flokksbundnir sækja um störf!

Meiri kröfur til ráðningar ef hún lyktar af pólitík

Ég vil til dæmis gjarnan að minn flokkur, Framsókn, eigi frumkvæði að þessu á flokksþinginu um næstu helgi, með því að samþykkja ályktun um að slíkar reglur verði samdar fyrir flokkinn.

Í slíkum reglum vil ég tvo hornsteina:

  1. Geti ráðning talist pólitísk (flokka-/klíkutengsl) þá skal gera meiri kröfur til hæfni þess sem er ráðinn en ella væri. Hæfni hans til starfans verði að vera óumdeild.
  2. Af þeim ráðningum sem hver ráðherra (eða annar kosinn vinnuveitandi) á vegum flokksins annast, skal meirihlutinn vera hafinn yfir allan grun um pólitískt plott. Með öðrum orðum: Sá hæfasti ráðinn, burtséð frá flokksskírteinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Meðalvegurinn er vandrataður. Það er spurning hvort við séum orðin föst í gömlum þankagangi.

Nú hrópa menn á uppgjör og hreinsum. Að Nýja Ísland verði byggt á sterkara siðferði en það gamla. Samt eru menn í hópum að hrópa um það sé tímaeyðsla að láta kjósa um aðildarviðræður að ESB. Í einu orðinu er krafa um bætur, í því næsta skal láta prinsippin lönd og leið.

Þetta er flókið vegna tregðu hefðarinnar en nauðsynlegt að gera bætur. Í öll embættisverk á að ráða hæfasta umsækjandann. Punktur.

Haraldur Hansson, 12.1.2009 kl. 10:42

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Framsókn þarf svo sannarlega að huga að innri málefnum. Ég held að best og einfaldast væri að byrja á boðorðunum 10.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.1.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Haraldur: OK, en stundum er ekki bara einhver einn umsækjandi sem er hæfastur. Þá hlýtur ákvörðun vinnuveitandans að byggjast á einhvers konar persónulegu vali.

Við erum búin að fá upp í kok á kerfinu sem verið hefur. Samtrygging, helmingaskipti o.s.frv. í ráðningum í öll embætti.

Það sem mér liggur á hjarta er að við ætlumst ekki bara til að fara út í hinar öfgarnar, að gera fólki með flokksskírteini og sögu um þátttöku í stjórnmálaflokki ókleift að komast í nokkur störf hjá hinu opinbera, heldur að stjórnmálaflokkar setji sér raunhæfar verklagsreglur.

Þegar enginn einn er hæfastur og ráðning byggist á persónulegu mati ráðherra / vinnuveitanda, ættu að vera opinberar, "common-sense" reglur þar sem flokkurinn lofar að þessi vinnubrögð séu viðhöfð. Í einhverjum tilvikum megi ráða samflokksmann en það megi aldrei vera línan sem yfirleitt er farið eftir. Samtrygginguna burt!

Heimir: Já, að minnsta kosti í pólitískum ráðningum. Á hinn bóginn má benda á það að þar sem valdastólar eru annars vegar er alltaf hætta á siðferðilegri hnignun. Og að framapotarar velji sér stjórnmálaflokk sem er oft í stjórn. (Eins og Finnur Ingólfs..) Framsókn er miðjuflokkur og eðli sínu samkvæmt víkst hann ekki undan því að taka þátt í myndun ríkisstjórna ef flokksmenn telja sig geta náð fram nógu miklu af þeim stefnumálum sem kjósendur flokksins kusu hann út á. Eina leiðin til að vera óspilltur flokkur er að vera svona eins og VG sem eru aldrei í stjórn og ekki eins eftirsóknarverður kostur fyrir framagosana!

Einar Sigurbergur Arason, 13.1.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Sigurbergur Arason

Höfundur

Einar Sigurbergur Arason
Einar Sigurbergur Arason
Guðfræðingur, býr á Blönduósi, framsóknarmaður, hef gaman af pælingum og umræðum, góðum bókum og mörgu fleiru.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hlutabréf í nýja Gleðibankanum á Skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 461

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband