13.11.2008 | 15:04
Má biðja fyrir sínum eigin stjórnmálaflokki?
Nú hef ég bæði áhuga á trúnni og stjórnmálunum. Þess vegna slæ ég fram til gamans þessari spurningu.
Öll megum við biðja. En Guð heyrir ekki allar bænir, það er að segja hann svarar þeim ekki öllum með já. Einn er kannski að biðja um fullt af snjó til að geta farið á skíði. Annar er að biðja um milt og gott veður á sama tíma og enga hálku svo umferðin sé örugg. Þarna skarast hagsmunir.
Við megum hins vegar biðja um góða hluti og treysta því að Guð heyri það á þann veg sem er fyrir bestu. Ég sé ekkert athugavert við að ég biðji fyrir flokknum sem ég er í. Framsókn er svo sem ekki vanþörf á því.
Dæmi um góða hluti sem ég má biðja fyrir í þessu efni:
- þingmenn flokksins, viska þeim til handa og réttar ákvarðanir
- að flokkurinn hafi hæfa forystumenn og heiðarlega
- að þegar nýir einstaklingar komast í framboð að það sé vandað fólk sem við hin getum treyst
Og svo framvegis. Aðalatriðið er að biðja ekki eigingjarnar bænir. Þær eru ekki líklegar til árangurs, Guð hefur ekki áhuga á þeim og þær þroska okkur ekki hið minnsta.
Þá er líka skynsamlegt og þarft að biðja fyrir ráðamönnum, hvar í flokki sem þeir standa; eins og að ríkisstjórnin megi klára þau mál vel sem nú brenna á okkur, eins og Icesave, björgunarlán, stefnumótun um framhaldið og svona. Biðja um sátt milli stjórnvalda og þjóðar og að Guð leiði það hvenær næst verði kosið, á þann veg sem verði fyrir bestu.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.12.2008 kl. 13:24 | Facebook
Um bloggið
Einar Sigurbergur Arason
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Eysteinn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Júlíus Björnsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hallur Magnússon
- Heiðar Lind Hansson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Karl Hreiðarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Vefritid
- Bókakaffið á Selfossi
- Magnús V. Skúlason
- Baldur Gautur Baldursson
- Haraldur Hansson
- Sævar Finnbogason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Agnar Bragi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar Björn Bjarnason
- Fjörkálfarnir
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Soffía Gísladóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnlaugur Stefánsson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Ólafur Jóhannsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þórhallur Heimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.