7.6.2010 | 18:37
Egypsk mannréttindi?
Maher Ahmad El-Gohary er Egypti sem kærði þá kerfisvillu að hann má ekki skrá sig sem kristinn einstakling í þjóðskrá. Lögmenn á móti honum kröfðust dauðarefsingar yfir honum sem trúvillingi. Dómari vísaði máli hans frá í júní 2009.
Í september 2009 reyndi hann að komast úr landi, en flugvallaryfirvöld í Kaíró gerðu vegabréf hans upptækt. Í mars 2010 dæmdi dómstóll að honum skyldi ekki skilað vegabréfinu.
Dina, dóttir hans, skrifaði Barack Obama bréf í nóvember 2009 í gegnum netsíðu. Hún varð landsfræg fyrir. Hún spurði forsetann hvernig stæði á því að bandarískir múslimar fengju betri meðferð en kristið fólk í Egyptalandi. Hún vonar að Obama geti fengið egypsk stjórnvöld til þess að tryggja trúfrelsi í landinu eða að öðrum kosti fái hún og faðir hennar að flytja til Bandaríkjanna.
En frægð Dinu gerir hana ekki örugga. Fyrir fáum vikum fóru feðginin saman á markað. Allt í einu tekur El-Gohary eftir að reyk leggur frá jakka dóttur hans. Einhver hafði hellt sýru á jakkann.
Hann hafði snör handtök og henti jakkanum burt. En eftir þetta er Dina mjög hrædd við að fara út úr húsi.
Faðir hennar fær hvergi vinnu vegna baráttu sinnar gegn kerfinu. Hann þarf að fara huldu höfði til að komast hjá því að verða drepinn, því alls staðar má finna ofstækismenn sem telja hann réttdræpan. Og ekki komast þau úr landi vegabréfslaus.
Nánar hér: http://www.opendoors.no/sider/tekst.asp?side=4230
Flokkur: Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 19:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Sigurbergur Arason
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Eysteinn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Júlíus Björnsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hallur Magnússon
- Heiðar Lind Hansson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Karl Hreiðarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Vefritid
- Bókakaffið á Selfossi
- Magnús V. Skúlason
- Baldur Gautur Baldursson
- Haraldur Hansson
- Sævar Finnbogason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Agnar Bragi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar Björn Bjarnason
- Fjörkálfarnir
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Soffía Gísladóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnlaugur Stefánsson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Ólafur Jóhannsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þórhallur Heimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.