Þjóðin leitar að skörulegri forystu

Við Íslendingar erum í svipaðri stöðu og Bretar í upphafi Hitlersstríðsins. Ógnin er bara ekki Hitler heldur hrun heimilanna í landinu. Við erum búin að sjá að Chamberlain er ekki að ráða við verkefnið. Þannig er búið að koma stjórninni frá sem sat þegar hrunið varð.

Þegar Chamberlain fór frá þá tók Churchill við - þannig var það hjá Bretum. En við erum ekki að sjá neinn Churchill við stjórnvölinn hjá okkur. Ég er ekki að tala um að við þurfum að vera í einhverri leiðtogadýrkun, en við horfum á stjórnmálaleiðtogana sem stýra landinu og okkur finnst þeir ekki vera nógu skörulegir. Ágætisfólk en er að stjórna af veikum mætti. Okkur finnst að betur megi ef duga skal.

Það vantar forystu sem vekur okkur tiltrú og fær okkur til að hlusta og sannfærir okkur um að það sé raunverulega verið að gera það sem gera þarf. Og þó Jóhanna og Steingrímur J. séu gott fólk þá vekja þau okkur ekki þessa öryggiskennd.

Svo lítum við til stjórnarandstöðunnar - og spyrjum: Eru þarna leiðtogarnir sem við þurfum? Kunna þau betur að leysa málin?

Í dag er framsókn ekki að slá þann tón sem sannfærir kjósendur. Kjósendur eru að leita að forystu sem veit hvað hún er að gera og getur sannfært okkur hin um það. Churchill okkar tíma. Þarf ekki að vera einn einstaklingur, getur verið forystusveit, en þarf að sameina þessa kosti.

Málið snýst ekki um það hvort maðurinn í brúnni heitir Sigmundur Davíð eða eitthvað annað. Málið snýst um það hvort hann og félagar hans fá okkur hin til að hlusta og til að treysta sér. Gallinn er að flestir þeir sem eru ekki innviklaðir í Framsóknarflokkinn hætta að hlusta þegar Sigmundur byrjar að tala. Telja að hann sé alltaf með sömu tugguna. Sama gerðist með Guðna Ágústsson. Báðir eru góðir menn. Sigmundur þarf að taka sér tak og byrja að tala þannig að fólk leggi við hlustir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Sigurbergur Arason

Höfundur

Einar Sigurbergur Arason
Einar Sigurbergur Arason
Guðfræðingur, býr á Blönduósi, framsóknarmaður, hef gaman af pælingum og umræðum, góðum bókum og mörgu fleiru.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hlutabréf í nýja Gleðibankanum á Skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband