Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
11.12.2008 | 01:48
Gjaldeyrismálin leyst - nýr banki - við erum rík!
Í gærkvöldi, áður en ég fór á næturvaktina sem ég er á núna, tók ég þátt í að stofna nýjan banka á Skagaströnd, sem er heimabyggð mín. Þetta er tvímælalaust snjallasta bankahugmynd sem reynd hefur verið. Vandamálin með ónýta krónu eru gersamlega úr sögunni.
Samkvæmt meðfylgjandi hlutabréfi er ég svo ríkur að eiga ráðandi hlut í þessum banka og er hann metinn á 1000 bros. Ég spái því að gengið verði komið upp í 1000 milljarða innan tíðar, þetta er svo markaðsvæn hugmynd.
Það besta af öllu er að samkvæmt regluverkinu getur bankinn ekki orðið gjaldþrota.
10.12.2008 | 12:57
Hvernig auðjöfrar eiga að hugsa og biðja (eða þannig)
Þessi bæn er talsvert óvenjuleg:
Ó Drottinn, þú veist að ég á níu fasteignir í Kópavogi og ég hef einnig fest kaup á fasteign á Ísafirði, ég bið þig að varðveita bæði Kópavog og Vestfirði frá eldi og jarðskjálftum og þar sem ég á veð í eign í Fjarðabyggð, bið ég þig einnig að líta miskunnaraugum til þess héraðs, en hvað varðar hinar sýslurnar máttu fara með þær eftir þínum vilja.
Ó Drottinn, gefðu að bankinn geti starfað eðlilega og afgreitt reikninga skuldunauta minna og gefðu að þeir séu allir góðir menn. Gefðu giftusama ferð og góða heimkomu skipinu Hafmeyjunni, því að ég hef tryggt það. Og eins og þú hefur sagt að dagar hinna illu skuli stuttir verða, treysti ég á þig, að þú gleymir ekki þessu loforði þínu, þar sem ég hef fest kaup á erfðarétti að fasteign sem mun falla mér í skaut við andlát þessa siðspillta unga manns, hr. J.L.
Varðveittu vini mína frá drukknun og mig frá þjófum og innbrotum og gerðu alla þjóna mína svo heiðarlega og trúfasta að þeir gæti hagsmuna minna og svíki aldrei út úr mér eignir, hvorki nótt né dag.
Fengin úr Alfa-kennsluefni, sjá Spurningar lífsins, bls. 72-73. Staðfært upp á íslenskar aðstæður.
Hvernig líst ykkur á þetta hugarfar?
Viðskipti og fjármál | Breytt 12.12.2008 kl. 05:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Sigurbergur Arason
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Eysteinn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Júlíus Björnsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hallur Magnússon
- Heiðar Lind Hansson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Karl Hreiðarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Vefritid
- Bókakaffið á Selfossi
- Magnús V. Skúlason
- Baldur Gautur Baldursson
- Haraldur Hansson
- Sævar Finnbogason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Agnar Bragi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar Björn Bjarnason
- Fjörkálfarnir
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Soffía Gísladóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnlaugur Stefánsson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Ólafur Jóhannsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þórhallur Heimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar